Ugla 9
Fame
Vorönn 2023
Í byrjun uglurnar fengum við að velja hvað við skrifuðum um. Flestir notuðu forritið Prezi, það var nýtt forrit og þeir sem völdu það fóru beint í að læra á það. Þegar kynningin/verkefnið var tilbúið þá áttum við að kynna í litlum hópum og fá endurgjöf svo hægt væri að bæta verkefnið og kynninguna. Mér finnst það mjög sniðugt og nytsamlegt, og undirbjó það mig vel fyrir kynninguna. Síðan kynntum við fyrir bekkin og þannig lauk þessari uglu.
Ástæða fyrir vali verkefnsins
Ég valdi þetta verkefni því mér fannst þetta skemmtilegasta verkefnið í 10. bekkjar uglunni. Það sem mér finnst skemmtilegast er að við fengum að prófa nýtt forrit sem heitir Prezi og var það mjög spennandi að kynna úr nýju forriti ekki alltaf því sama. Einnig lærði ég fullt að nýjum hlutum um Will Smith þar sem það er manneskjan sem ég valdi að skrifa um. Aldrei hef ég pælt svona mikið í hvað ein manneskja hefur gert eða verið að gera allt sitt líf.
Fame
Ástæðan fyrir því að ég er stolt af þessu verkefni er því af ég fékk góða einkunn og gaf mér nægan tíma í að undirbúa mig og vinna í verkefninu til að fínpússa. Mér finnst þetta sniðugt verkefni til að halda áfram með á komandi árum. Þar sem þetta er pínu frjáls vinna og æfir þetta þig í að kynna í litlum og stórum hópum.