top of page
Sunset Reading

Lestur er bestur

Haustönn 2022

Við byrjuðum verkefnið að finna bók sem allur hópurinn vildi lesa. Þar næst fórum við að skipuleggja okkur og búa til lestraráætlun svo hægt væri að lesa á sama hraða og komið í tímann undirbúnar. Þegar bókinni var lokið áttum við að gera myndasögu, myndasagan sýndi hvernig við túlkuðum bókina. Með skilunum á myndasögunni skiluðum við inn lestrardagbók og glósum frá öllum köflunum sem við unnum jafnt og þétt eftir hvern lesin kafla.

Ástæða fyrir vali verkefnsins

Ég ákvað að velja þetta verkefni vegna þess að mér fannst þetta skemmtilegt verkefni þar sem við fengum að stjórna okkar vinnubrögðum sjálf. Mér finnst til dæmis ekki gaman að lesa bækur né leita af því sem mér gæti fundist skemmtilegt að lesa, en í þessu verkefni fengum við að velja bók sjálfar og þar sem ég var með vinkonum mínum í hóp þá gátum við allar hjálpast að við að finna bók sem okkur líkaði. Þetta gekk vel og var bókin mjög skemmtileg, ég held að þetta verkefni hvetji unglinga til að fara að lesa oftar. 

Vinnuferlið

Finna á bók og gera lestaráætlun

Lesa og klára bókina

Búa til myndasögu

Skila inn myndasögu, lestaráætlun og dagbók

bottom of page